Skip to content

Skilmálar

Skilmálar

1. Almennt
Aðgangur og notkun www.pikusport.is er háður eftirfarandi skilmálum. Fari einstaklingur á
vefsíðuna, skoðar og leggur fram pöntun samþykkir hann þessa skilmála. Ef einhverjar
spurningar vakna upp við lestur, vinsamlegast hafið samband á netfangi skapari@skapari.is
Þessi vefsíða er í eigu og rekin af Skapari ehf., kt.621020 1020, Sæbólsbraut 7, 200 Kópavogi.
VSK númer 139272. Skapari ehf. áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við
vefsíðuna og skilmála þessa án þess að tilkynna það sérstaklega. Skilmálarnir sem eru í gildi
þegar pöntun er gerð, gilda um viðkomandi pöntun.

2. Skilafrestur og endurgreiðsluréttur.
Kaupandi hefur 100 daga til að hætta við kaupin. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er
afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er
framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Hægt er að hætta við pöntun með því
að senda tölvupósti á skapari@skapari.is Ef þú hættir við pöntun samkvæmt þessum
skilmálum færðu að fullu endurgreitt á því verði sem þú greiddir fyrir vörurnar án
sendingakostnaðar. Vinsamlegast athugaðu að Skapari ehf. er ekki skylt að endurgreiða
flutningskostnað af vörum sem hætt er við, skilað eða eru endursendar.

3. Skil með Póstinum
Kaupandi sendir þær vörur sem á að skila ásamt fylgiseðli til Skapari ehf. innan 100 daga frá
þeim degi sem hann keypti vörurnar á eftirfarandi heimilisfang: OsteoStrong, Borgartúni 24,
105 Reykjavík, Ísland. Mælt er með því að geyma öll skjöl og miða um afhendingu og
sendingarnúmer þar til kaupverð hefur verið endurgreitt. Kaupandi er ábyrg/ur fyrir að
greiða kostnað við endursendingu nema vörunni sé skilað vegna galla. Kaupanda ber að
gæta þess að varan sé í lagi á meðan hún er í hans vörslu.

4. Verðlagning og gjaldmiðill
Verð eru sýnd í íslenskum krónum (ISK) á vefsíðunni og innihalda öll virðisaukaskatt. Verð
geta breyst og tilboð má afturkalla hvenær sem er. Uppgefið verð við pöntun gildir um allt
kaupferlið.

5. Afhending vöru
Hægt er að sækja allar vörur næsta virka dag eftir pöntun, sé pöntun gerð fyrir 15:00 er
hægt að sækja vöru samdægurs á höfuðborgarsvæðinu í OsteoStrong, Borgartúni 24, 105
Reykjavík.
Ef um heimsendingu með pósti er að ræða, má gera ráð fyrir að sending berist innan þriggja
virka daga. Athuga skal að Skapari ehf. ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu
vörunnar.
Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður OsteoStrong hafa samband og tilkynna um
áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

6. Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í
tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Kaupandi er fluttur yfir á greiðslusíðu Borgun við greiðslu. Þar eru kortaupplýsingar skráðar
og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu og greiðsla staðfest, berst staðfesting til kaupanda og seljanda.

7. Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Skapari ehf. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

KAUPA